Setja biðskildu á götur sem liggja inn í Langarima

Setja biðskildu á götur sem liggja inn í Langarima

Points

Ég veit ekki hversu sjaldgæfur hann er, þar sem hann er notaður í flestum minni götum í sennilega öllum hverfum borgarinnar og bæjarfélaganna í kring, en ef fólk veit ekki af hægri reglunni er kannski spurning um að kíkja í 1-2 ökutíma og hressa upp á kunnáttuna. :Þ

hægri réttur er orðin svo sjaldgæfur í dag að fólk áttar sig ekki á honum, þeir sem ekki eru kunnugir þarna fatta þetta ekki. Þarna verður slys einn daginn ef þessu veðrur ekki breytt.

Jah, umferðarlög segja að það gildi ALLTAF hægri réttur, nema annað sé tekið fram. Það þarf því ekki að taka fram að þarna sé hægri réttur, því það er ekkert annað tekið fram :) Hitt er svo annað mál að þessi gata ætti að sjálfsögðu að vera 30 gata ef það er ekki nú þegar orðið svo. Réttara væri jafnvel að gera hana að vistgötu, en ég er hræddur um að Strætó yrði eitthvað pirraður þá :)

Ég er sammála þér þarna en mér finnst að það mætti setja upp skilti sem láta vita að hægriréttur gildi í götunni/hverfinu. Það er oft erfitt að átta sig á því hvar er hægriréttur og hvar ekki.

Hægri réttur í Langarima er bara til góðs. Hann er notaður þarna til þess að halda niðri umferðarhraða. Þó að Langirimi sé á milli tveggja stofngatna, er ekki þar með sagt að hann sé nein stofngata sjálfur. Allir hlykkirnir og þrengingarnar og hraðahindranirnar og hægri rétturinn eru þarna til þess að reyna að ná umferðarhraða þarna niður fyrir 50.. og dugar varla til. Það að setja biðskyldur allsstaðar við Langarima myndi auka hraðann enn frekar, og má gatan alls ekki við því.

Mér finnst líka að það ætti að vera 30km hámarkshraði í götunni. Það er engin ástæða til að hafa 50 þarna. Gerir ekkert annað en stofna börnunum í hættu sem þurfa að fara yfir þessa götu til að komast í skóla.

Langirimi er aðalgata, inn á hann liggja margar litlar götur og gildir hægri réttur gagnvart þeim bílum sem koma út úr þessum hliðargötum. Þetta er stórhættulegt fyrirkomulag, flestir sem þarna keyra um átta sig ekki á þessu þar sem þetta "meikar ekki sense". Legg til að það verði sett biðskilda á allar hliðargöturnar og hægriréttur afnuminn í götunni áður en alvarlegt slys verður.

Málið er að það er ekki tekið fram að það sé ekki hægriréttur nema hjá þeim sem er á móti biðskyldunni. Sá sem keyrir "aðalgötuna" fær engar upplýsingar um að hægriréttur sé ekki í gildi og það sé biðskilda í götunni frá hægri. Hægriréttur er að auki ekki algengur í götum með 50km hámarkshraða og þess vegna finnst mér að eitt skiti þegar þú kemur inn í hverfið, sem segir að í hverfinu gildi hægriréttur, sé bara til bóta. Ef ég kem að hliðargötu sem er þveruð með upphækkaðri gangbraut og skiltum sem segja til um breyttan hámarkshraða get ég ekki séð frá hlið hvort um er að ræða biðskildu eða eitthvað annað skilti. Það er mjög eðlilegt að menn átti sig ekki á hægrirétti við svoleiðis aðstæður og geri ráð fyrir því að það sé biðskylda á viðkomandi götu. En auðvitað á enginn að fara yfir gatnamót án þess að vera viss um að hann hafi forgang á aðra sem koma að gatnamótunum á sama tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information