Koma aftur á heimtraðarstyrkjum

Koma aftur á heimtraðarstyrkjum

Fyrir hrun áttu húseigendur kost á að fá styrk frá Reykjavíkurborg ef malbika átti heimtraðir. Styrkirnir voru nokkuð veglegir og námu ef mig misminnir ekki 90% af kostnaði. Það er verulega dýrt að láta leggja malbik á heimtraðir og ekki á valdi venjulegs fólks að standa undir slíkum kostnaði. Styrkur sem þessi er eina leiðin til að láta svona framkvæmdir verða að veruleika.

Points

Verulega dregur úr ásjón hverfa og botnlanga þegar heimtraðir hafa ekki verið kláraðar. Malbikuð heimtröð er falleg og snyrtileg. Útrýmir pollum og drullu sem að auki getur borist inn til fólks. Falleg heimtröð eykur virði eigna. Aðgerðin er miðuð.Hún miðast við þá sem sækja um og hafa áhuga á að breyta heimtröðinni sinni.

Í ljósi þess að borgin er með sér álögu á sorptunnur inn í heimtröðum sem eru lengra en 15 metra frá götu er þessi hugmynd andvana fædd. Reyndar er ódýrt að setja hentuga möl á stíga til að útrýma drullunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information