Veljum mannlíf í stað hraðbrautar - Miklubraut í göng

Veljum mannlíf í stað hraðbrautar - Miklubraut í göng

Veljum mannlíf í stað hraðbrautar - Miklubraut í göng

Points

Frá Skeiðarvogi og vestur að JL-húsi eru 5,8 km. Þarna eiga að mínu mati að koma Reykjavíkurgöng. Við fáum þéttingu byggðar því við skipuleggjum skemmtileg íbúða- og almenningssvæði ofan á göngunum og sameinum Reykjavík sem hefur lifað sitt hvoru megin við "fljótið mikla". Með göngin á tveimur hæðum þar sem umferðin í aðra áttina er uppi og hina niðri, þá þurfum við ekki mislæg gatnamót meðfram göngunum heldur einfalda rampa inn í göngin og út því bílar komast inn og út frá báðum hliðum.

Ha! Og hver á að borga?

Héðinsfjarðargöng eru 11 km og Hvalfjarðargöng 5.9 km og því ættu Reykjavíkurgöng að greiðast með svipuðum hætti. Ef við viljum fara í einkaframkvæmd eins og með Hvalfjarðargöngin þá mætti setja á 50 kr. veggjald. Umferð um Miklubrautina er um 40 þús. bílar á dag. Miðað við það væru tekjur af veggjaldi 730 milljónir á ári. Það ætti að greiða þetta upp á 10-20 árum þegar búið er að taka tillit til þeirra tekna sem koma af sölu lóða ofan á göngunum. Ef það er þess virði að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur til að fá lóðirnar ofan á honum þar sem byggingarlandið er á kafi í mýri og flugsamgöngur ekki lengur í boði frá Reykjavík þá er þess virði að setja Miklubraut í göng, sem yrðu með stystu göngum á landinu, fyrir lóðirnar ofan á henni og til að sameina byggðina sitt hvoru megin við hana.

Já, þessi rök eru mjög áhugaverð, en gallin við svona innheimtu er í fyrstu, framkvæmdin, og í það seinna, fólk mun með öllum ráðum, ég hygg, komast hjá þessari leið með því að þræða hverfin. En á sinn hátt, er ég svolítið hlynntur. Og vert er að skoða nánar. Borgin er mjög klippt og skorin á mörgum stöðum, og margt væri hægt að gera.

Hvað mengun snertir þá menga bílar mest þegar þeir eru að draga úr hraða eða auka hraða. Með því að þurfa aldrei að stoppa á ljósum alla þessa leið þá halda bílarnir jöfnum hraða og því dregur þetta verulega úr mengun. Sem dæmi fá börnin á leikskólanum í Bólstaðahlíðinni oft ekki að fara út vegna mengunar á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information