Endurvinnslueiningar í Gamla Vesturbænum

Endurvinnslueiningar í Gamla Vesturbænum

Hvað viltu láta gera? Á einu þéttasta svæði borgarinnar er hvergi hægt að ganga með endurvinnslu í gáma. Það vantar alveg í mitt hverfið, t.d. við Landakotsspítala. Þessi aðgerð hlýtur að vera á teikniborðinu enda mikil áhersla á að endurvinna meira. Þessi kostur mundi auka til muna áhuga íbúa á að endurvinna, fækka ferðum út á Granda á bíl og fækka tunnum í þröngum skúmaskotum eða bakgörðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi kostur mundi auka til muna áhuga íbúa á að endurvinna, fækka ferðum út á Granda á bíl og fækka tunnum í þröngum skúmaskotum eða bakgörðum.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd. Fjölgun og staðsetning grenndarstöðva er í ferli annars staðar í borgarkerfinu og verður þessari hugmynd komið áfram sem ábendingu í þá vinnu. Stefnt er að því að íbúar hafi aðgengi að grenndarstöðvum í 500 metra fjarlægð frá heimili sínu eða minna. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Gott að auka aðgengi að endurvinnslu. Einnig þarf að huga að hönnun og útliti gámanna og láta þá falla fallega inn í umhverfið.

Alls ekki draga úr garðslætti. Við höfum alveg nóg að gera við að útrýma fíflum úr görðunum okkar. Fíflarnir eru fínir og fallegir en þeir drepa grasið. Mín vegna mega þeir vera í Hljómskálagarðinum, sleppa því að slá þar og eins með meðfram Ægisíðunnu þar sem biðkollurnar fjúka út í sjó. Grasbleðlana meðfram gangstéttum meðframfram görðum við hús þarf hins vegar að slá. Einnig mætti skylda/skikka fólk til að snyrta tré sín og runna þannig að fólk komist leiðar sinnar eftir gangstéttum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information