Moltugerð í Vesturbænum

Moltugerð í Vesturbænum

Hvað viltu láta gera? Borgaryfirvöld sjái til þess að komið verði upp endurvinnslugámum fyrir lífrænan úrgang á aðgengilegum stöðum í Vesturbænum. Innihaldið verði nýtt til moltugerðar. Moltan verði svo aðgengileg fólki sem vill bæta jarðveginn í görðum sínum. Slíkar stöðvar mættu vera víða á þessu svæði þannig að fólk geti gengið með úrganginn á tilskilinn stað. Hvers vegna viltu láta gera það? Með þessu mætti (1) draga stórlega úr magni sorps sem fellur til á svæðinu, (2) margfalda endurvinnslu og auka sjálfbærni og (3) auka grósku í görðum.

Points

Frábær hugmynd sem gæti vonandi komið á fleiri grenndarstöðvar í framtíðinni

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Það er áformað hjá borginni að fara safna lífrænum úrgangi sérstaklega og er það verkefni í farvegi annars staðar í borgarkerfinu á tilraunastigi. Því er ekki hægt að kjósa um hugmyndina að svo stöddu. Einnig felur hugmyndin í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins Hverfið mitt. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd.

Mjög góð hugmynd. Mætti hugsa sem tilraun sem yrði síðan útfærð í fleiri hverfum þegar reynsla er komin á þessa.

Gríðarlega mikilvægt að hætta að hugsa um lífræna afurð sem úrgang. Lokum hringnum!

Dregur úr sorpi !

Já takk

Moltugerð. Já takk.

Frábær og lönguntímabær lausn til ad draga út loflagsvánni.

Frábær hugmynd og fyrirmynd fyrir önnur hverfi

Frábært að fá moltu í garðana! Minna rusl.

Mjög nauðsynlegt!

Algjörlega tímabært! Frábær tillaga! Fimm stjörnur!

Einföld og mikilvæg loftslagsaðgerð! Það er löngu tímabært að urðun á lífrænu hráefni, með tilheyrandi losun, sé stöðvuð.

Það vantar sárt möguleika á moltugerð í borginni fyrir fólk í fjölbýli og/ eða leiguhúsnæði.

Væri frábært að geta leyft lífrænum úrgangi að verða að moltu og koma að gagni við uppgræðslu og fleira. Því nær sem slík aðstaða er heimili, þeim mun betra :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information