Ruslatunnur fyrir hundaskít við Geldinganes

Ruslatunnur fyrir hundaskít við Geldinganes

Borgin mætti gjarnan setja upp ruslatunnur fyrir hundaeigendur sem viðra hundana sína á eiðinu út í Geldinganes. Svæðið í kringum aðstöðu Kayakklúbbsins er allt út-skitið og engum virðist detta í hug að þrífa upp eftir hundin sinn. Þetta er einföld og ódýr lausn á leiðinda vanda !

Points

Það er góð hugmynd að setja upp ruslatunnu en aðallega þarf að ala hundaeigendur betur upp. Svona er ástandið meira og minna á öllum útivistarsvæðum borgarinnar en kannski verst í Geldinganesi. Það er engin afsökun þó ekki sé tunna í innan við 10 metra fjarlægð. Satt að segja efast ég um að ástandið mundi skána verulega þó tunna kæmi m.v. það sem ég hef séð annarsstaðar, þar sem hundaskíturinn liggur víða rétt við ruslastampa. Lausaganga hunda er svo annað vandamál og síst minna. Eyða

Það er góð hugmynd að setja upp ruslatunnu en aðallega þarf að ala hundaeigendur betur upp. Svona er ástandið meira og minna á öllum útivistarsvæðum borgarinnar en kannski verst í Geldinganesi. Það er engin afsökun þó ekki sé tunna í innan við 10 metra fjarlægð. Satt að segja efast ég um að ástandið mundi skána verulega þó tunna kæmi m.v. það sem ég hef séð annarsstaðar, þar sem hundaskíturinn liggur víða rétt við ruslastampa. Lausaganga hunda er svo annað vandamál og síst minna.

Óþrifnaðurinn af hundum í kringum aðstöðu Kayakklúbbsins er til skammar fyrir þá sem eru að viðra hundana sína á svæðinu. Fólk sér ekki sóma sinn í því að þrífa upp eftir hundana og þá sérstaklega þar sem engin aðstaða er til að losa sig við hundaskít á svæðinu. Hafa því Kayakmenn og konur oft þurft að upplifa að stíga í eina dellu eða svo og taka hana svo með sér í útsýnistúr um sundin eða þá inn í aðstöðu klúbbsins. Borgin mætti því setja upp tunnu til að minka óþrifnaðin á svæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information