Hættum að breyta þjónusturýmum í íbúðahverfum í íbúðir,

Hættum að breyta þjónusturýmum í íbúðahverfum í íbúðir,

Skipulagsyfirvöld beiti sér gegn því að þjónusturými og verslanir séu tekin og þeim breytt í litlar íbúðir með tilheyrandi auknu bílastæðaálagi og minnkandi þjónustu í hverfum. Frekar sé ýtt undir að kaffihús eða nýjar þjónustueiningar hasli sér völl í hverfunum.

Points

Víða í gömlum og grónum hverfum í Reykjavík er nýjasta æðið að taka verslanir og þjónustuhúsnæði og breyta því í íbúðir. Þetta veldur því að t.d. í Hlíðunum er þjónusta hverfandi og möguleikar á fallegum kaffihúsum eða galleríum deyja. Í stað þess koma litlar og ópraktískar íbúðir sem valda bara auknu bílastæðaálagi, minnkandi samfélagi og aukinni umferð bíla, þar sem fólk þarf í auknum mæli að sækja sér þjónustu út úr hverfinu. Það verður sífellt mikilvægara að efla staðbundna þjónustu.

hvernig drepa fleiri íbúðir menninguna,? já þú meinar listir í galleríum, listmenningu. og kaffihúsamenningu, það er mags konar önnur mennig í íbúðahverfum , bílamenning, hjólamenning , göngumenning, hundamenning sólbaðsmenning, garðyrkjumening , spjallmenning , skokkmenning, bílskúrshljómsveitarmenning, partímenning , drykkjumenning , og inni í íbúðunum sjónvarpsmenning eldamennskumenning tónlistar og tölvumenning. og þetta er of öfgalega orðað til að vera traustvekjandi, betra að segja gerir menninguna verri td.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information