Nýting grænna svæða í Laugardalnum

Nýting grænna svæða í Laugardalnum

Mig langar að leggja til að Laugardalurinn verði nýttur miklu betur en verið er að gera í dag. Þar eru stór græn svæði sem í dag eru lítið notuð því það er lítið annað hægt að gera þar nema liggja í grasinu. 1. Leiktæki 2. búa til stærri/hærri brekku þannig að krakkar geti rennt á sleðum/brettum/skíðum 3. grillaðstöðu

Points

Laugardalurinn nýtist nær eingöngu í dag til gönguferða. Annað verður þú að borga aðgang að srb. húsdýra-og fjölskyldugarðurinn og skautahöllin. Þetta er er glæsilegt svæði en ekki nægilega vel skipulagt ef hugsað er til barna í hverfinu og allri Reykjavíkurborg. Þarna er stór auð græn svæði sem eru algjörlega ónýtt. Upplifunin í Laugardalnum yrði svo sannarlega ánægjulegri ef fólki væri gefinn kostur á betri aðstöðu til leiks og útivistar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information