Setja þarf gangstétt frá strætóstöð að Sléttuvegi 7 og 9

Setja þarf gangstétt frá strætóstöð  að Sléttuvegi 7 og 9

Points

Töluverð umferð er um götuna að Sléttuvegi 7 og 9. Í þessum húsum, sem eru stór fjölbýlishús, búa öryrkjar og eldri borgarar, ásamt fjölskyldum sínum. Töluvert margir íbúa eiga ekki bíla auk þess sem fjöldi starfsfólks notast við almenningssamgöngur til að komast til og frá vinnu. Eins og staðan er í dag er engin gangstétt svo fólk þarf að velja um að ganga á umferðargötu eða ósléttu grasi. Þetta er ótækt, sér í lagi þegar færð er slæm. Því þarf að leggja þarna upphitaða gangstétt tafarlaust.

Við Sléttuveg búa aðallega öryrkjar og aldraðir og þeirra fjölskyldur. Margir þeirra nota Strætó mikið. En það er engin gangstétt frá stoppustöð Strætó að Sléttuvegi 7 og 9. Gatan er þröng og talsverð umferð um hana því er mikil slysahætta fyrir fólk sem er að koma og fara með Strætó sem eru margir. Þetta er allstór vinnustaður auk þess sem íbúar eru margir.

tel skyldu borgarinnar að veita öryrkjum það öryggi að þeir komiststórslysalaust heim að húsdyrum, nóg eru þeir lítilsvirtir af ríkisstjórn þessa lands þó að borgin meti þá einhvers

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information