Hjólaleið meðfram gömlu Hringbraut

Hjólaleið meðfram gömlu Hringbraut

Meðfram gömlu Hringbraut neðan við Landspítalann og Barnaspítalann er aukbraut með bílastæðum. Þægilegt væri að geta hjólað eftir henni í stað þess að nota gangstéttina. Við vesturendann, við Laufásveg, er hár gangstéttarkantur. Hægt væri að laga hann þannig að hjóla mætti beint yfir á gangbraut yfir Laufásveg. Við austurendann, við innkeyrslu á bílastæði Landspítala, mætti tengja á sama hátt við gangbraut yfir innkeyrsluna. Einnig væri upplag ef leiðin tengdist betur göngubrúm við Njarðargötu.

Points

Ef hjólað er meðfram gömlu Hringbraut til vesturs liggur leiðin niður aflíðandi brekku og hraði hjólandi er því töluverður. Það skapar hættu ef þeir noti gangstétt, sérstaklega við strætóskýli við Landspítala. Lítil sem engin umferð er á þessari aukbraut. Hjólreiðamenn gætu farið hraðar yfir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gangandi vegfarendum.

Eitthvað hefur textinn skolast til þegar ég stytti hann. "Auka akraut" hefur orðið að "aukbraut" og "upplag" á að sjálfsögðu að vera "upplagt"

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information