Hundagerði á Klambratún

Hundagerði á Klambratún

Hundagerði á Klambratún

Points

Hundaeigendur greiða meira en 30 milljónir árlega í hundaleyfisgjöld (50 milljónir í höfuðborginni allri). Það væri tilvalið að nota hluta af þeim pening í að setja upp hundagerði. Við hundaeigendur erum ekki að biðja um að nota almenna skattpeninga í þetta verkefni! Það ættu því allir að geta verið sáttir, hundaeigendur sem aðrir.

Það er mikill misskilningur að Klambratún sé lítið notað. Það er mikið notað og nú búið að endurbæta leiksvæði barna. Mjög gott framtak.

Klambratún er útivistarperla sem er allt of lítið notuð. Eins og er virðast hundaeigendur vera þeir sem nota túnið hvað mest. Víða erlendis eru hundagerði í almenningsgörðum, allt í sátt og samlyndi við aðra starfsemi í görðunum, því ekki eins í Reykjavík? Í Vínarborg eru 163 hundasvæði, samtals 1000km2 svæði (sjá tengil). Þar búa um 2.000.000 manna. Það væri svipað og að við hefðum 16 hundasvæði, samtals 100km2 svæði, á höfuðborgarsvæðinu. 1-2 hundasvæði er einfaldlega ekki ásættanlegt.

Flokkun hugmyndar breytt eftir yfirferð hjá starfsfólki fagsviðs.

Gerum Klambratún að paradís fyrir fólk og dýr

Amen! Mér sýnist vera nóg pláss fyrir okkur öll! :)

Forræðishyggju samfélag, boð og bönn, ólæknandi bíla-þjðfélag ojj

Tryggja þarf að tekjur af hundahaldi standi ávallt undir öllum kostnaði við eftirlit , hreinsun, hundagerði og öðrum kostnaði sem af hlýst. Ekki er heimilt samkvæmt lögum á niðurgreiða einhverja þjónustu með skattfé almennings.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information