Mála "gangstéttir" á vistgötur í Suðurhlíðum

Mála "gangstéttir" á vistgötur í Suðurhlíðum

Mála "gangstéttir" á vistgötur í Suðurhlíðum

Points

Í Suðurhlíðunum er að finna nokkrar götur sem eru gangstéttalausar á köflum (t.d. Beykihlíð). Göturnar eru reyndar vistgötur sem þýðir að þeir sem aka um göturnar eiga að gera ráð fyrir því að börn séu að leik á þeim. Því miður keyra margir þó ekki samkvæmt því. Það væri prófandi að mála á göturnar framhald af gangstéttum þar sem gangstéttirnar sleppir. Ámálaða "gangstéttin" myndi halda bílstjórum við efnið auk þess að vera leiðbeinandi fyrir gangandi vegfarendur (börn), hvar best er að ganga.

Þessum götum var ein dagin breytt í vistgötur með því að setja upp skilti án þess að það hefði í rauninni neina breytingu í för með sér. Það var ekki einu sinni haft fyrir því að útskýra það fyrir íbúunum hvað vistgata þýddi og hver leyfilegur hámarkshraði er á slíkum götum. Afleiðingin er sú að það menn hegða sé r nákvæmlega eins og þeir gerðu áður og keyra jafnhratt inn í hverfið. Þetta gæti verið verra en ekkert ef til dæmis börnum er sagt að nú megi þau leika sér á götunni. Það þarf að gera eitthvað róttækt til að brjóta þetta munstur. Það mætti setja einfaldar hraðahindranir á þessar götur, t.d. svona lista eða púða sem eru festir ofan á götuna og geta ekki verið dýrir. Annars skora ég á alla íbúa hverfisins sem telja sig málið varða til þess að hittast og ræða málin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information