Hjólabrettarampana aftur í hverfið!

Hjólabrettarampana aftur í hverfið!

Hjólabrettarampana aftur í hverfið!

Points

Ég er á því að mistök hafa verið gerð í gegnum árin með gerð hjólabrettaaðstöðu. Við þurfum alvöru varanlega aðstöðu sem hentar mismunandi getustigum. Það eru ekki bara börn sem stunda hjólabrettaiðkun. Það þarf að fá fagmenn sem hafa reynslu í smíði og hönnun á alvöru hjólabrettagarði. þar sem byrjendur væru með svæði til að feta sín fyrstu spor jafnvel með leiðsögn leiðbeinanda, og þá önnur braut fyrir lengra komna sem væri meira krefjandi.

Hér voru hjólabrettarampar sem hurfu einn daginn og margir krakkar sátu eftir með sárt ennið og rándýr bretti sem ekki var lengur hægt að æfa sig á. Við viljum að börn hreyfi sig meira og stundi heilbrigðari lífshætti en þá er ekki hægt að koma svona fram við þau. Það ætti að setja upp almennilega rampa á góðu undirlagi með ráðgjöf frá fólki sem stundar þessa íþrótt og veit hvað þarf til. Eflum hreyfingu í hverfinu og aukum fjölbreytni!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information