Grindverk meðfram Kringlumýrarbraut austantil, meðfram Laugarneshverfi.

Grindverk meðfram Kringlumýrarbraut austantil, meðfram Laugarneshverfi.

Þarft væri að fá grindverk meðfram Kringlumýrarbraut á þeim parti sem snýr að Laugarneshverfi, frá Sigtúni og niður fyrir Laugateig. Hætta skapast fyrir börn þar sem bæði Laugateigur og Sigtún liggja beint niður að þessari stóru umferðargötu og mikið er um börn að leik.

Points

Laugateigur og Sigtún liggja beint niður að Kringlumýrarbraut sem er þung umferðargata. Á þessu svæði eru börn að leik og hætta skapast við slíka nálægð. Börn hlaupa og hjóla niður þessar götur og stefnan liggur beint út á Kringlumýrarbrautina. Hljóðmönin við Kringlumýrarbraut er einnig notuð sem sleðabrekka á vetrum og stórhætta getur hlotist af þar sem brekkan liggur beint út á götu. Mikið öryggi væri í því fólgið að fá grindverk meðfram Kringlumýrarbraut þennan stutta spotta.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi. Hópurinn bendir á að það samrýmist ekki stefnu borgarinnar að girða almennt umferðargötur af. Ennfremur bendir hann á að svæðið sé hvorki hugsað sem leiksvæði barna eða útivistarsvæði. Hljóðmönin er eingöngu hljóðvörn fyrir íbúa nærliggjandi gatna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information