Vatnspóstur Í Laugardalsgarðinum

Vatnspóstur Í Laugardalsgarðinum

Víða um bæinn eru vatnspóstar á göngustígum, sem bæði er til prýði og vegfarendur, fólk og hundar, geta svalað þorsta sínum á göngu sinni. Ég bý nálægt Laugardalsgarðinum og geng mikið í garðinum og nágrenni hans með hundinn minn. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar sé vatnpóstur á þessu frábæra útivistarsvæði. Mér finnst því frábær hugmynd að koma slíkum vatnspósti upp, til gagns fyrir göngufólk og þá sem vilja sóla sig á góðviðrisdögum.

Points

Laugardalurinn er gott útivistarsvæði fyrir fjölskylduna, með fallegum gróðri og skemmtilegum göngustígum. Mér finnst svo eðlilegt að þar sé hægt að fá sér vatn án þess að þurfa að bera það með sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information