Rusladallar verði Snyrtipinnar

Rusladallar verði Snyrtipinnar

Points

Sniðugt - og við vitum öll að nýtt nafn og eða útlit hefur áhrif. Það er miklu skemmtilegra að tala um snyrtipinna heldur en rusladall. Og þarna er komið verkefni fyrir t.d. Hitt húsið eða aðra svipaða staði - þeirra hlutverk yrði að skreyta pinnana.

Ég geng mikið í Hlíðunum og mín hugmynd er að fjölga og fríska upp á rusladalla borgarinnar með því að gera úr þeim manneskjur. Dallurinn sjálfur er búkurinn og það væri með litlum tilkostnaði hægt að setja fætur og höfuð með glaðlegum andlitum og mála í allskyns litum. Gefa þessum Snyrtipinnum mismunandi andlit og klæða í alls kyns föt. Þetta myndi hvetja okkur til betri umgengni um borgina og vekja mikla athygli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information