Fjölskylduklefar í sundlaugar

Fjölskylduklefar í sundlaugar

Það þekkja flestir foreldrar að þurfa að skipta börnum á milli sín þegar farið er í sund. Það getur verið flókið að vera einn með lítið barn í klefanum. Það væri því alger snilld að bjóða upp á fjölskylduklefa. Þar gæti öll fjölskyldan farið saman í klefa og foreldrar þannig hjálpast að með börnin. Hver sundlaug gæti t.d. verið með 4-5 fjölskylduklefa sem hægt væri að nota samtímis. Skápar fyrir föt væru fleiri og því gætu hæglega verið 15-20 fjölskyldur á sama tíma í lauginni en notað klefana.

Points

Það myndi klárlega auðvelda barnafjölskyldum að geta notað svona fjölskylduklefa. Foreldrar gætu þá hjálapst að með börnin í stað þess að þurfa að deila þeim á milli sín. Auk þess getur, í sumum tilfellum, verið viðkvæmt að fara í klefa sem tilheyrir hinu kyninu og myndi þessi lausn algerlega taka á því máli. Ég skora á Reykjavíkurborg að útfæra þess hugmynd enn frekar og auka þannig þjónustu við fjölskyldur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information