Hægari umferð og fegurrra umhverfi á Seljabraut

Hægari umferð og fegurrra umhverfi á Seljabraut

Á Seljabraut milli Engjasels og Flúðasels er 30 km hámarkshraði. Talsverð umferð er þar. Fáir virða hraðatakmörk. Þar þarf meira en bara fáeinar hraðahindranir til að draga úr hraða.Gatan er mjög óaðlaðandi. Fegra má umhverfið í samstarfi við íbúa og verslunareigendur. Ég sé fyrir mér svipað og gert var á Háaleitisbraut eða vistgötu, svipað og Þórsgötu. Ávaxtatré, bekkir og listaverk gegnt húsunum hvetja til umferðar gangandi og hjólandi um götuna. Strætó þarf samt að komast um.

Points

Við Seljabraut er nægt pláss til að gera aðlaðandi umhverfi sem hvetur fólk til að leggja leið sína þar um og jafnvel að staldra aðeins við. Núna er þetta bara vanhirt umferðargata en þarna mætti gera meira til að draga úr hraðanum og hvetja til aukinnar umferðar gangandi og hjólandi fólks.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information