Öryggi í Fossvogsdalnum

Öryggi í Fossvogsdalnum

Í hinum fagra Fossvogsdal eru fallegar göngu og hjólaleiðir. Vandamálið er að á hjólaleiðunum bruna nú um flokkar reiðhjólamanna á gífurlegum hraða og oft hefur litlu mátt muna að stórslys hafi orðið þar sem hjólaleiðstígarnir skera gönguleiðirnar. Ég tel mikilvægt að setja upp grindur sem neyða hjólreiðamenn til að hægja ferðina áður en þeir koma að göngustígunum t.d við brýrnar. Eins og staðan er núna er líkt og umferðargata sé í miðjum dalnum.

Points

Í Fossvogsdalnum er mikil umferð gangandi vegfarenda og þeir eru nú í svipaðri hættu og ef um umferðargötu væri að ræða vegna mikils hraða hjólreiðafólks og því tel ég mikilvægt að hægja ferð þeirra á þeim stöðum þar sem hjólabrautir skera göngubrautir. Ég veit um mörg dæmi þar sem litlu mátti muna að barn yrði fyrir hjólreiðahópum því þeir fara allt of hratt á svæði þar sem engin umferð er og maður ætti að vera býsna öruggur um börnin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information