Útigrill í garði verkamannabústaðanna við Hringbraut

Útigrill í garði verkamannabústaðanna við Hringbraut

Fyrstu verkamannabústaðir voru byggðir þannig að þeir mynda ferhyrning og á milli húsanna er almenningsgarður með leiktækjum, borðum og stórum grænum fleti. Mér fyndist það tilvalið að henda upp útigrilli fyrir almenning eins og er í Klambratúni og víða annarsstaðar. Garðurinn er skjólríkur og er gott útivistarsvæði fyrir fjölskyldufólk.

Points

Ekki dýr framkvæmd en myndi eflaust verða til þess að fleirri myndu nýta sér garðinn. Það eru bekkir og borð fyrir. Fallegur garður í almannaeign sem mætti nýta meira. Fjölskylduvænt umhverfi þar sem börnin geta leikið án þess að þurfa að hugsa um hættuna af umferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information