Endurskoða strætóleiðir í Hólahverfi

Endurskoða strætóleiðir í Hólahverfi

Points

Það þarf að kanna hvort ávinningur hefur orðið af þessari breytingu, og hvort ekki væri ávinningur í því að breyta leið 4 þannig að hún gangi upp í Hólahringina og sleppi því að keyra þennan stóra hring. Og hvort leiðir 12 og 17 eigi ekki að fara upp í Álftahóla. (enda stór brekka sem aldraðir íbúar hólahverfis þurfa að ganga upp frá stoppistöðvum 12 og 17) Varðandi strætóleiðir almennt þá eiga hverfisvagnar að fara sem víðast og með sem sneggstum hætti um hverfin og fara styðstu leið út á næstu stóru skiptistöð við aðalbrautir. Þar á að vera hægt að komast á mikillar biðar í vagn sem fer með fljótum hætti, án þess að fara inn í hverfi, á milli stórra skiptistöðva. Að auki er sanngjarnt ef hverfisvagnar keyri hring um hverfið, frekar en að fara beina leið á endastöð og snúa við nákvæmlega sömu leið. Keyri vagninn í hring þá jafnast meira vegalengdin sem farþegar þurfa að sitja. Margir eru þá snöggir heim en lengur út úr hverfinu, og öfugt. En eins og t.d. leið 4 er núna þarf fólk í Fellahverfi að ferðast mun lengri leið innan hverfis en íbúar Hólahverfis, báðar leiðir. Þá má alveg breyta nafni leiðar 4 úr Berg/Fell í Hólar/Fell. (já og leið 4 mætti alveg fara beint niður í bæ og sleppa kópavoginum, líkt og leiðir 112 og 13 gerðu á sínum tíma)

Hárrétt Sveinn Guðni. Breytingarnar á leiðum 3 og 4 í Breiðholti eru algjör snilld. Koma algjörlega til móts við mínar pælingar. Mér þykir eiginlega verst að hafa ekki dottið þetta í hug sjálfur. :)

Þegar strætókerfið var stokkað upp fyrir mörgum árum (þegar leiðir 112 og 111 breyttust í 4 og 3) þá hætti strætó að nota tvo hringi í tveimur miðjum Hólahverfis. Í staðinn er farið stóran hring um jaðar hverfisins. Meðallengd farþega að stoppistöð styttist að meðaltali ekki mikið. En gönguleiðin er orðin hættulegri. Þá tekur mun lengri tíma fyrir vagninn að ferðast um hverfið. Það er helst að þetta hafi gagnast örfáum farþegum úr einbýlishúsum hverfisins. Eftir standa ljótir ónotaðir hringir.

En hvernig á ég t.d. að komast með strætó í skóla (MK) frá mjóddinni, ef leið 4 hættir að fara Kópavoginn? Ekki nenni ég að fara einhverja aðra leið frá mjódd og uppí mk, þ.e.a.s. með leið 28 frá mjódd og í skólann. Styrsta leiðin, sem ég fer í skólann með strætó, liggur um mjódd, og frá mjódd þarf ég að taka leið 4 uppí mk, svo ég tek því ekki mál að leið 4 hætti að fara um kópavoginn. Ekki ætla ég að fara einhverja óþarfa langa leið, heldur en ég vil, t.d. í gegnum hamraborg eða hlemm. Ég vil frekar að leið 4 gangi þá leið sem hann fer í dag, af því að það eru ef til vill nemendur í mk, sem þurfa að komast úr breiðholtinu og mjóddinni með leið 4 til skóla í mk. Hvernig heldurðu að það myndi líta út fyrir nemendur sem fara úr breiðholtinu og mjóddinni með leið 4, að vagninn sleppi við að fara kópavoginn? Eiga nemendur þá að skipta í mjóddinni yfir í leið 28, sem fer meira en helmingi lengri leið frá Mjódd og í MK en leið 4 fer nú á dögum. Eins og ég segi, mér líst illa á það að leið 4 hætti að fara kópavoginn. Það finnst mér dónaskapur í garð þeirra nemenda við MK, sem þurfa að komast úr breiðholtinu t.d. og í mk með strætó, að leið 4 sé látinn hætta að fara kópavoginn. Ég vil samt ekki segja að það sé dónaskapur í þér að leið 4 sé látinn hætta að fara kópavoginn, en mér finnst þetta slæm hugmynd að leið 4 hætti að fara kópavoginn, jafnvel þó ég búi í árbæjarhverfi. Ég fer oft með leið 4 á milli mk og mjóddar á skólatími og þá er engin ástæða að leið 4 sleppi við að fara kópavoginn!

Ég er mjög ánægður með þær breytingar á leið 3 og 4 sem urðu þegar vetraráætlun tók gildi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information