Flottan róló í miðbæinn

Flottan róló í miðbæinn

Flottan róló í miðbæinn

Points

Margir fara með börnin sín niður í bæ um helgar eða á góðviðrisdögum, en það eru ekki margir staðir til að fara á að hanga, sprikla, og hitta fólk undir beru lofti. Það vantar flottan, metnaðarfullan róló í miðbæinn, sem væri líka útvistarsvæði og skemmtigarður. Á sumrin væri hægt að leika sér með vatn og önnur náttúruelement í garðinum. Ferðamenn sem eru hér á sumrin eru líka að vandræðast með börnin sín í bænum um helgar. Þetta gæri orðið mikil lyftistöng fyrir miðborgina.

Ég er nú svosem ekkert sérstaklega á MÓTI þessari hugmynd, en gleymir fólk alveg Hljómskálagarðinum? Hann er mjög vannýtt útivistarsvæði. Mætti mögulega girða meðfram Fríkirkjuveginum t.d.og koma fyrir einhverjum óhefðbundnum leiktækjum og voilá!

Láta borgin taka Hampiðjureitin í sína hendur og gera einhvað uppbyggjandi eins og þessi hugmynd Allavegan hugmynd

Já ég hugsaði það sama... rök #2 nefna meira að segja Hljómskálagarðinn. Hefur fólk ekki skoðað sig um þar? Það mætti hins vegar alveg bæta og stækka leikvöllinn þar eins og rök #4 nefna, því garðurinn er ósköp tómlegur og lítið sóttur fyrir utan hátíðadaga sumarsins.

Ef Reykjavíkurborg á vannýttar sólríkar lóðir eða húsagarða við Laugaveg, Hverfisgötuna, þá væri tilvalið að útbúa skemmtilegt leik- og dvalarsvæði fyrir börn og fjölskyldur sem gera sér ferð í miðbæinn. Hafa þarna nestibekki og óhefðbundin leiktæki. Kringlan er með sitt ævintýraland, Ikea með boltaland og Smáralind með veröldin okkar / skemmtigarðinn osfrv Ef þetta er ekki á færi borgarinnar, væri lag að hún styddi við uppbyggingu leiksvæðisí samstarfi við félagasamtök eins og Miðborgina okkar.

Hljómskálagarðurinn ... þar er illa hannaður leikvöllur sem mætti gera mun meira spennandi og þannig draga fólk inn í þennan hluta garðsins. Þarna gæti verið fjölþætt klifurgrind - t.d. í anda þeirrar sem er í fjölskyldu og húsdýragarðinum með spennandi rennibrautum. Utan með þessu öllu gæti verið stétt í hring sem möguleiki væri að hjóla á þríhjólum. Það vantar virkilega svona svæði í Miðbæinn.

vantar sárlega i miðbæinn og mætti td nota Hljómskálagarðinn eða Klambratún til þess. Þá er ég að tala um að skipta honum aðeins niður, td i 4 hluta, börn yngri en 3 ára, lág leiktæki, börn á aldrinum 3-6 ára og leikskólavæn leiktæki, 6-10 ára klifurgrindur og fleira, það er margt til fyrir þennan aldurshóp, og 4 hluturinn mætti vera fyrir hjólabretti og línuskauta og þh. og í miðjunni væri hægt að hafa lítinn vatnsgarð með allskonar sulludollum ásamt leikföngum fyrir alla aldurshópa á sumrin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information