Bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í KR

Bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í KR

KR þarf stærra húsnæði. Þeir halda uppi íþróttaiðkun fyrir flest börn í hverfinu okkar og það þurfa að vera viðunandi aðstæður. Sérstaklega varðandi knattspyrnu í yngri flokkum.

Points

Íþróttir barna hafa góð áhrif á líf og líðan barna í hverfinu. Aðstaðan í KR er alls ekki viðunandi þar sem ekki er pláss. Sem dæmi má nefna að 8 ára börn æfa úti allan veturinn og það er ekki hægt að vera inni þrátt fyrir slæm veður. Það er alls ekki viðunandi þar sem flest börn í hverfinu stunda þar íþróttir. Þekki þess mörg dæmi að foreldrar keyri börn sín í önnur íþróttafélög vegna mikils aðstöðumunar. SÍF skemman væri góð viðbót fyrir KR

Vesturbær er með tæplega 16 þúsund íbúa innan marka sinna og KR er með "upptökusvæði" sem er miklu stærra (Miðbær, Seltj.nes o.fl). Vesturbær er með eitt hæst hlutfall ungra fjöskyldna eftir mikla endurnýjun síðasta áratugs. KR vill nú auka veg frjálsra íþrótta og hefja á ný rekstur alvöru handboltadeildar sem stefni að þátttöku í efstu deild. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu KR í Vesturbæ og nýlega eignaðist borgin SÍF húsið við Grandagarð. Þessi lóð er fullkomin fyrir stækkunarmöguleika KRinga

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information