Almennilegt íþróttahús í Breiðholtið

Almennilegt íþróttahús í Breiðholtið

Nú rekst ég á þessa grein http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/04/28/thrysta-a-um-adra-egilsholl-i-reykjavik/ og það fyrsta sem mér datt í hug, já því ekki að leyfa fjölmennasta hverfi borgarinnar, þ.e. Breiðholti einu sinni að njóta þess að fá almennilega íþróttaaðstöðu. Það hafa lengi verið svikin loforð um að bæta aðstöðuna hjá ÍR og þarna er kjörið tækifæri að bæta fyrir það. Auk þess er ÍR nýbyrjað aftur að kenna fimleika og mætti í leiðinni nota tækifærið til að koma með betri aðstöðu þar

Points

Of mörg svikin loforðum að bæta aðstöðuna hjá ÍR og þarna er kjörið tækifæri að bæta fyrir það. ÍR er nýbyrjað aftur að kenna fimleika og kjörið að nota tækifærið til að koma með sambærilega fimleikaaðstöðu og nágrannasveitarfélögin státa af (sbr. Gerpla í Kópavogi). Að fá yfirbyggða knattspyrnuvöll í Breiðholti væri frábært og að nýta tækifærið og bæta aðstöðuna fyrir aðrar íþróttagreinar í hverfinu í leiðinni. Breiðholtið er fjölmennasta hverfið og er mjög miðsvæðis á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information