Skapandi smiðja fyrir 8-12 ára í júní-júlí 2013

Skapandi smiðja fyrir 8-12 ára í júní-júlí 2013

Frístundamiðstöðin Frostaskjól ætti að bjóða upp á skapandi smiðju sem byggir á samstarfi við Sorpu og aðrar stofnanir og fyrirtæki í hverfinu. Þemað er að gefa hlutum annað líf og finna þeim annað notagildi eftir upprunalegu nýtingu þeirra.

Points

Þessi vinna mun auka umhverfisvitund, skapandi hugsun og umfram allt hafa skemmtileg og krefjandi viðfangsefni fyrir börnin. Síðustu ár hefur smíðavöllur verið í Melaskóla í júní fyrir þennan aldursflokk, þetta er spurning um að þróa smíðavöllinn áfram og hugsa út fyrir þau verkefni sem hann hefur boðið upp á hingað til og taka meira hópavinnu inn í starfið þar. Einnig getur þetta verið skemmtilegt samstarfsverkefni í hverfinu og liður í grænum skrefum hverfisins.

Frábært og góð lausn!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information