Sóðaskapur í Ártúnsbrekku um mitt sumar

Sóðaskapur í Ártúnsbrekku um mitt sumar

Hvernig væri að laga þessar moldarhrúgur neðan við skíðabrekkuna sem hafa staðið þar hálft sumarið, þær gera ekkert annað en að gera brekkuna ónýtanlega allt næsta ár, nema það hafi verið upphaflega hugmyndin ...

Points

Helstu rökin fyrir því að gera ekkert í þessu eru: að brekkan frið fyrir golfurum, íþróttafólki úr öllu 110 hverfinu og fjölskyldum sem fara þarna með börnin sín og hægt að forða brekkunni frá snjóíþróttaiðkendum næsta vetrar. Með því að eyðileggja brekkuna er hægt að undirbúa byggingu fyrir mögulega einhvern pólitíkus sem langar í byggingarland fyrir sjálfan sig og af hverju ætti að stoppa það? (Bara pæling)

Svæðið sem hrúgurnar liggja á var í fínu lagi áður en vörubílarnir hrúguðu þeim þarna, en verður moldarflag, opið sár í annars fallegu landslagi. Á skilti nálægt stendur að þetta sé til að berjast gegn lúpínum, málið er að þær eru allt annarsstaðar í brekkunni og enginn borgarstarfsmaður hefur sést þarna í sumar. Hvert er planið?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information