Hvað viltu láta gera? Tengja saman Dalbrautarþorpið með tilliti til aðgengis íbúa þar (sem og annarra í hverfinu) að félagsstarfi. Hvers vegna viltu láta gera það? Félagsstarf fullorðinna er staðsett í tveimur húsum á svæðinu og þótt vissulega sé stutt á milli að þá reynist það oft fólki erfitt að fara á milli sökum veðurs og hálku. Myndin sem fylgir var tekin kl. 10:30 að morgni fimmtudagsins 14. janúar, en þá var afskaplega mikil hálka og erfitt að ganga um í hverfinu. Veður getur verið mjög hamlandi fyrir fólk sem er óstöðugt, eða styðst við hjálpartæki. Mikið rok, ofankoma, hálka og klaki, auk þess að þurfa mögulega að fara brekkur, smáar eða stórar, hefur allt neikvæð áhrif á möguleika fólks til að sækja sér þjónustu og félagsstarf. Því væri það mikil bragarbót á þorpinu ef hægt yrði að koma á t.d. undirgöngum eða einhverju álíka til að auðvelda þetta aðgengi þarna á svæðinu.
Hér má nefninlega líka skoða vel og vandlega bílastæðamálin út frá aðgengismálinu. T.d. er bílastæðasvæðið á milli bláu húsanna mjög erfitt yfir veturinn því það verður ísilagt. Hversu dásamlegt væri hreinlega að setja allt þorpið í skjól bara? ;)
Það má leysa þetta með ýmsum hætti og hægt að byrja á að gera betra skjól og hita upp gangstéttina þar til fjármagn fæst í betri lausn eða aðstöðu.
Ég styð þessa tillögu 100%. Fjölskyldumeðlimur fótbrotnaði þarna við að gagna frá Dalbraut 14 yfir á Dalbraut 21-27 í hádegismat. Hann náði sér aldrei aftur á strik, enda 85 ára þegar hann brotnaði.
Þetta er svo frábær hugmynd og felur í sér meiri möguleika á hreifingu eldri borgara sem búa þarna og að auki fyrirbyggjandi varðandi slys.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation