Útigrill við Aparóló

Útigrill við Aparóló

Hvað viltu láta gera? Koma fyrir sameiginlegu útigrilli við bekkina hjá Aparóló á milli Rauðalækjar og Bugðulækjar Hvers vegna viltu láta gera það? Aparóló er vinsæll leikvöllur og samkomustaður hjá fjölskyldum í hverfinu . Nú þegar eru borð og bekkir þarna sem eru talsvert nýttir, en grillaðstaða líkt og er víða í almenningsgörðum og opnum svæðum mundi auka notagildið enn frekar og ýta undir frekari samfélagsstemningu og nánari tengsl íbúa á svæðinu.

Points

Og taka rósarunnana sem gera manni ókleift að nota bekkina því rósir stibnga og laða að sér geitunga.

Við fjölskyldan myndum nota þetta óspart!

Virkilega sniðug hugmynd og við íbúarnir sem búum og bjuggum hérna við Aparólóinn höfum einmitt komið með grill og grillað saman á sumrin en þetta væri allgjör snilld.

Myndi nota þetta sem íbúi í Rauðalæk :)

Frábær hugmynd!

Þetta er stórgóð hugmynd, gæti trúað að það yrði slegist um að komast þarna að á góðviðrisdögum ;)

Þetta mundi ég nota!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information