Útgönguleið úr suð-austurenda Fjölskyldu- og Húsdýragarðs

Útgönguleið úr suð-austurenda Fjölskyldu- og Húsdýragarðs

Hvað viltu láta gera? Útbúa hlið sem aðeins er hægt að komast út um, við innganginn í Fjölskyldugarðinn (sem nú er lokaður) - eða í suður/austur-enda Fjölskyldu og Húsdýragarðsins til þess að hægt sé að ganga í gegnum garðinn og komast út á stíginn sunnan við garðinn. Til eru snúningshlið sem notuð eru í almennings- og skemmtigörðum erlendis og aðeins hægt að komast út um (t.d. Tivoli í Kaupmannahöfn og Tivoli Friheden í Árósum. Sum bjóða upp á að renna aðgangskorti í gegnum skanna á hliðinu til að komast líka inn, gott f. handhafa árskorta!) Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að gestir garðsins sem ekki koma á bíl og leggja við núverandi inngang, þurfi ekki að ganga alla leiðina til baka að inngangi Húsdýragarðsins til þess að komast aftur út. Það er talsverður spölur fyrir lítil börn eða fólk sem á erfitt um gang. Þetta myndi auka aðgengi í gegnum garðinn og tengja hann betur við Laugardalinn.

Points

Ég er mjög sammála þessu! Fer á hverju sumri með barnahópa þarna og það er algjört rugl að eiga að draga þau í gegn aftur til að komast út, eigandi eftir að ganga með þau út í strætóskýli, sem er alveg uppi á Suðurlandsbraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information