Útifundarbrekka í Viðey

Útifundarbrekka í Viðey

Hvað viltu láta gera? Komið verði upp aðstöðu fyrir ávörp, ræður og fyrirlestra (líka söng) frá RÆÐUPÚLTI andspænis áheyrendahópi á LÁGUM BEKKJUM í hallanda eða brekku. Staðsetning gæti verið skammt handan við útsýnisskífuna efst á hæðinni austan við Viðeyjarstofu. "Útisal" þennan þyrfti að hanna fallega og smíða að sama skapi svo að allt verði áferðarfallegt og endingargott. Hvers vegna viltu láta gera það? Margs kyns not yrðu fyrir "útisalinn", ("Bogann" eða "Brekkuna" í Viðey) þar sem ræðumaður (eða söngmaður) næði til hóps fólks í heimsókn út í Viðey, perlu höfuðborgarsvæðisins. Myndirnar eru frá sólstöðugöngu í Viðey í júní 2020 þegar liðlega 100 manns gengu um eyna og hlýddu m.a. á ávarp Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands í lautinni austan við fyrrnefnda hæð.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information