Auka lýsingu í Laugardal, m.a. á stíg ofan við tjaldsvæðið*

Auka lýsingu í Laugardal, m.a. á stíg ofan við tjaldsvæðið*

Hvað viltu láta gera? Auka/bæta lýsingu Hvers vegna viltu láta gera það? Öryggisatriði og eykur aðgengi um þessa stíga í skammdeginu og á kvöldin. *Hugmynd sameinuð við: Bætt lýsing á stígum í Laugardal og bættar tengingar: https://betrireykjavik.is/post/39391.

Points

Það er risastórt öryggisatriði að bæta lýsingu í dalnum öllum. Þetta er frábært svæði fyrir fólk að stunda hlaup og gönguferðir en fólk hættir sér tæplega þarna inn eftir myrkur. Þá má líka nefna að það leggur mjög oft megna cannabis lykt úr garðinum þegar komið er myrkur, sérstaklega þar sem útigrillið er rétt hjá KFUM/K, fyrir neðan Sunnuveginn.

Það er ekki hægt að fara út að hlaupa eða stunda útivist þarna nema með hljós á höfðinu þegar farið er að dimma. Þetta er mikið öryggisatriði.

vantar virkilega að bæta lýsinguna í dalnum öllum.

Nauðsynlegt að bæta lýsingu víða við gönguleiðir í Laugardal og Laugarnestanga. Einnig mætti passa upp á að lýsing sé í lagi og sé haldið við almennt í hverfinu.

Algjört öruggisatriði að fámeiri lýsingu á stígana. Sérstaklega stíginn austan við tjaldsvæðið eða kurlstíginn og kringum þríhyrninginn bakvið Þróttaravöllinn.

Ég geng mikið með hundana mína í Laugardalnum en það er varla hægt á veturna nema fáar stundir yfir daginn því það er svo slæm lýsing þar.

Lýsing í Laugardalnum er með eindæmum léleg og hefur verið lengi. Það er öryggisatriði að þessi mál séu í lagi. Ég hef hjólað á hliðið við Þróttaraheimilið sem einhver hafði fært yfir stíginn og oft verið nálægt því að hjóla á steinhrúguna við hinn endann. Svo má benda á að eftir hrinu kynferðisbrota þar sem glæpamenn sátu fyrir fólki á illa lýstum göngustígum gerðu Svíar stórátak í að bæta alla lýsingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information