Hvað viltu láta gera? Hugmynd felst í að setja niður ærslabelgi á völdum stöðum í hverfinu og er aðlöguð hugmynd úr öðrum hugmyndum sem snúa að ærslabelgjum í hverfinu. Að ýmsu þarf að huga þegar verið er að velja staðsetningu ærslabelgja. Horfa þarf til fjarlægðar frá íbúðarhúsnæði, hávaðamengunar, aðgengis, opið svæði í borgarlandi og nóg rými og pláss fyrir belginn. Svæðið þarf að vera tiltölulega slétt, ekki í halla, og jarðvegur má ekki vera grýttur. Staðsetningar sem voru lagðar fram í hugmyndum verða skoðaðar m.t.t. ofangreindra þátta. Hvers vegna viltu láta gera það? *Undirhugmyndir: Ærslabelgur við Kaffi Dal: https://betrireykjavik.is/post/28788 Ærslabelgur við Ljósheima: https://betrireykjavik.is/post/28611
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation