Almenningsgarður með aðgengi fyrir alla.

Almenningsgarður með aðgengi fyrir alla.

Hvað viltu láta gera? Skjólsæll garður með góðu aðgengi fyrir alla, nestislundur fyrir lautarferðir með borðum og bekkjum sem henta hreyfihömluðum, leiksvæði fyrir börn útbúið leiktækjum sem hönnuð eru fyrir fatlaða en aðstaða öll gagnast auðvitað fötluðum sem ófötluðum. Svæðið er nú þegar tilbúði að miklu leyti með grasflötum og göngu- og hjólastíg svo það þarf bara að bæta við leiktækjum, bekkjum og borðum, fegra umhverfið með gróðri og bæta við stígum úr frá göngustíg sem þegar er. Svæðið er aflangt og yrði skipt upp í þrjá til fjóra lundi sem hólfaðir eru af með þéttum trjágróðri. Aðskildir lundirnir yrðu: kyrrðarlundur, nestislundur og leiktækjalundur. Þetta er miðsvæðis í borginni og mun með tilkomu Borgarlínunnar gera þeim sem búa fjær (og sem geta notað almenningssamgöngur) auðvelt að koma í garðinn og P-stæði yrðu fyrir bifreiðar. Garðurinn verður þannig að hann laði að sér unga og aldna sem velja að njóta útiveru í fegurð, kyrrð og ró. Garðurinn gæti e.t.v. hentað fyrir hópa sem stunda jóga eða aðrar uppbyggjandi hugar- og líkamsæfingar. Garðurinn getur líka verið áningarstaður fyrir foreldra í hverfinu með ungbörn. Töluverð umferð er núna um göngu- og hjólastíginn sem liggur meðfram þessu svæði, garðurinn yrði þeim sem þar fara um ekki til trafala heldur góð viðbót sem gæfi tilefni til að staldra við, borða nesti, hvíla sig eða gera nokkrar teygjur áður en aftur er haldið út í umferðina. Hvers vegna viltu láta gera það? Þannig garð vantar í borgina. Litlir garðar eru gjarnan við sambýli fatlaðra og hjúkrunarheimili en hugmyndin með þessum garði er að fólk geri sér ferð að heiman, það er kærkomin tilbreyting fyrir fólk sem alla jafna hefur ekki tök á að fara mikið út fyrir heimilið sitt vegna lélegs aðgengis. Þó þarfir hreyfihamlaðra séu hafðar í fyrirrúmi er garðurinn fyrir alla. Grasflatirnar sem um ræðir eru ekkert nýttar núna þó mikil umferð sé um göngu- og hjólastígana sem ligga þar meðfram. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis í borginni og í næsta nágrenni er heimili c.a. 400 aldraðra og hreyfihamlaðra (íbúar þjónustuíbúða við Suðurlandsbraut og hjúkrunarheimilisins Mörk). Heilmikið íbúahverfi er við svæðið og göngubrúin yfir Miklubraut gerir greiða leið fyrir íbúa í Gerðunum að nýta gerðinn. Umhverfið allt er held ég frekar greiðfært fólki á hjólastólum og rafskutlum og einnig fyrir fólk með barnavagna og kerrur.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information