Hvað viltu láta gera? Á aðventunni væri tilvalið að setja upp jólamarkað á svæðinu fyrir framan Húsdýragarðinn. Þar komu í ár fallega skreytt tré eftir stígnum meðfram garðinum svo þar væri tilvalið að setja upp sölubása með mat, drykk og jólavörum og bekkjum. Svið með tónlistarflutningi gæti verið við innganginn í grasagarðinn mar sem jólasveinar og hestar með jólavögnum færu um garðinn. Þarna er Kaffi Flóra sem gæti tekið þátt og fleiri fyrirtæki væru með bás. Þetta er opið svæði, skógur í borg sem býður upp á marga möguleika þegar húmar að kveldi og ljósin verða skær. Vannýtt í raun og veru. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að hafa jólastemmingu á fleiri stöðum í borginni. Trén og umhverfið er tilvalið. *Hugmynd sameinuð við: Jólaþorp/markaður í Grasagarðinum: https://betrireykjavik.is/post/39365.
Góð hugmynd :) Það væri líka hægt að hafa í Laugalæknum
Frábær hugmyn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation