Jólaland í Laugardalnum*

Jólaland í Laugardalnum*

Hvað viltu láta gera? Á aðventunni væri tilvalið að setja upp jólamarkað á svæðinu fyrir framan Húsdýragarðinn. Þar komu í ár fallega skreytt tré eftir stígnum meðfram garðinum svo þar væri tilvalið að setja upp sölubása með mat, drykk og jólavörum og bekkjum. Svið með tónlistarflutningi gæti verið við innganginn í grasagarðinn mar sem jólasveinar og hestar með jólavögnum færu um garðinn. Þarna er Kaffi Flóra sem gæti tekið þátt og fleiri fyrirtæki væru með bás. Þetta er opið svæði, skógur í borg sem býður upp á marga möguleika þegar húmar að kveldi og ljósin verða skær. Vannýtt í raun og veru. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að hafa jólastemmingu á fleiri stöðum í borginni. Trén og umhverfið er tilvalið. *Hugmynd sameinuð við: Jólaþorp/markaður í Grasagarðinum: https://betrireykjavik.is/post/39365.

Points

Góð hugmynd :) Það væri líka hægt að hafa í Laugalæknum

Frábær hugmyn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information