Lýsing og fegrun á Geirsnefi

Lýsing og fegrun á Geirsnefi

Hvað viltu láta gera? Bæta lýsingu á Geirsnefi og fegra umhverfið, mögulega með því að auka fjölda göngustíga um svæðið, bæta við runnum og trjám til að auka skjól og fegra. Það þyrfti að setja upp ljósastaura allann hringinn meðfram göngustígnum. Hvers vegna viltu láta gera það? Mjög margir hundaeigendur (og aðrir) nýta sér útivistasvæðið Geirsnef. Sem stendur hefur ekki mikið verið gert fyrir svæðið nema það sem hægt er að telja algjört lágmark. Yfir vetrartímann er myrkur stóran hluta úr deginum og það væri bæði þægilegra og öruggara að hafa lýsingu allann gönguhringinn. Það væri skemmtilegt ef það væru nokkrar fallegar gönguleiðir um svæðið, fleiri en hringurinn.

Points

Mikilvægt að fá betri lýsingu og frábært að fá fjölbreyttara umhverfi með meira skjóli.

Mjög dimmt á veturna og ekki væri verra ef hringurinn væri mokaður og sandaður yfir veturinn.

Frábær hugmynd. Sé fyrir mér klambratúns stemningu nema með fleiri hundum 😍

Eina aðstaða þar sem hundaeigendur geta leyft hundum sínum að hlaupa um , er mjög dimmt á veturna

Bætt lýsing allan hringinn yrði strax mikil og nauðsynleg umbót og öryggismál fyrir okkur á veturna! Fjölbreyttara umhverfi yrði einnig til mikilla bóta. Svæðið er kært okkur hundafjölskyldum en það þarfnast sárlega umbótanna sem lýst er í tillögunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information