Bekkir og ruslatunnur*

Bekkir og ruslatunnur*

Hvað viltu láta gera? Auka má verulega við bekkjum um allt hverfið og þá væri gott að bæta við fleiri ruslatunnum reglulega með bekkjunum, æskilegast væri auðvitað að þær væru flokkunartunnur. Ég tel það mikilvægt að bæta við almennings ruslatunnum í hverfi 104 til þess að halda hverfinu okkar hreinu. Einnig þarf að tryggja að þessar ruslatunnur yrðu tæmdar reglulega. Hvers vegna viltu láta gera það? Bekkir eru aðgengismál og hafa jákvæð áhrif á daglega göngu íbúa, unga sem aldna. Það hvetur fólk áfram sem annars veigrar sér kannski við að í göngur, að vita að reglulega geti þau sest og hvílt sig áður en áfram er haldið. Góðar gönguleiðir sem fylla upp í kröfur um aðgengi eru heilsueflandi og hvetjandi. Áfram gakk <3 Það er mikilvægt að hafa ruslatunnur víða til þess að tryggja notagildi þeirra. Nú á tímum COVID hefur t.d. notkun einnota andlitsgríma aukist mikið og mikilvægt að geta fargað þeim á viðeigandi hátt - það er alltof oft sem þeim virðist bara hent í jörðina. *Þetta er sameinuð hugmynd um fjölgun bekkja og ruslatunna í hverfinu. Hugmyndir sameinaðar við: Fleiri ruslafötur: https://betrireykjavik.is/post/29146 Fleiri ruslatunnur í hverfi 104: https://betrireykjavik.is/post/29009 Bekkir í hverfið: https://betrireykjavik.is/post/38482 Göngustígar: https://betrireykjavik.is/post/28681 Bekkir í Álfheima: https://betrireykjavik.is/post/39062 Bekkur á leikvöll við Rauðalæk 51: https://betrireykjavik.is/post/39395 Ruslatunnur: https://betrireykjavik.is/post/39326

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information