Almennilegar körfuboltakörfur í Laugarnesskóla*

Almennilegar körfuboltakörfur í Laugarnesskóla*

Hvað viltu láta gera? Setja upp góðan körfuboltavöll í Laugarnesskóla. Góðar körfur, gott undirlag, löglegir merktir vellir, annars vegar full hæð og hins vegar minniboltahæð á körfum. Slétta auðvitað um leið völl í Laugarnesskóla. Hvers vegna viltu láta gera það? Vellirnir núna, sérstaklega Laugarnesskóli, eru ekki boðlegir. Hamlandi fyrir virkni og áhuga krakkanna. Lélegar og gamlar körfur þar, völlurinn sprunginn og hallandi osfrv.Laugarnesið á mikla körfuboltasögu og Ármann er kominn með frábært barnastarf í gang. Þarf að næra og hlúa að áhuga krakkanna með því að stórbæta utandyraaðstöðu í körfubolta. Vona innilega að það verði að veruleika. Eftir að hafa séð frábæra körfuboltavelli við skóla víða úti á landi, jafnvel í smáum bæjarfélögum, finnst mér ekki eftir neinu að bíða að kippa þessu myndarlega í liðinn hér í þessu barnmarga hverfi!

Points

Körfuboltavöll fyrir okkur fullorðnu börnin. Aldur er ekki fyrirstaða í körfu.

Sammála! Vonandi verður þetta að veruleika.

Frábært! Alveg nauðsynlegt

Þörf á þessu við alla skólana í hverfinu. Væri líka mjög flott að fá góðan völl á skjólgóðan stað í eða við Laugardalinn. Það er mjög mikill áhugi á körfubolta í hverfinu en aðstaðan er því miður ekki góð til að æfa sig eða leika sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information