Gróðurbætur við Sæbraut

Gróðurbætur við Sæbraut

Hvað viltu láta gera? Bæta gróður við Sæbraut, þeas á umferðareyjum, á milli og/eða við hlið akgreina. Ekki þarf gróður að vera hár og ekki þarf mikið viðhald, enda bara fallegt ef hann fær að vaxa frjáls. Hvers vegna viltu láta gera það? Magn mengunar og svifryks er orðið afar hátt hér í borg. Á svokölluðum "gráum dögum" geta sumir varla farið úr húsi og finna fyrir heilsubresti. Við erum öll sammála um að ástandið er orðið slæmt, og á bara eftir að versna. Tré og gróður er eitt áhrifamesta úrræðið gegn umhverfiságangi og hugsast getur. Ekki bara bindur gróður CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir, heldur breytir þeim í súrefni. Tré, blóm og runnar eru einnig falleg og auka því framleiðslu endorfins, hjálpa til við að stilla af rasegulsvið líkamans og lifa flest lengur en við mannfólkið. “Trees are 'our most powerful weapon in the fight against climate change', “ https://www.independent.c… Þessi leið leysir auðvitað ekki umhverfisvandann, en er eitt hænuskref í átt að betri loftgæðum. Til lengri tíma litið tel ég hana mun hagkvæmari og endingarmeiri en að rykbinda allar götur Reykjavíkur með vélum nokkrum sinnum á ári. Eins minnkar þessi leið þau áhrif sem verður á hagkerfið og þann vinnumissi sem verður yfir “gráa daga”, sem og álag á heilbrigðiskerfið. Enginn og ekkert getur gert allt, en allir geta gert eitthvað. Þessi tillaga komst áfram í hugmyndasamkeppni borgarinnar í fyrra, en komst ekki í framkvæmd, og geri ég því hér aðra tilraun til að koma henni í framkvæmd.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information