Hvað viltu láta gera? Austan megin við Sóltún er engin gangbraut milli Sóltúns 30 og Borgartúns. Það þyrfti að breyta innkeyrslu í Sóltún 30, sjá mynd, breyta og lengja gangbraut frá Sóltúni 30 alla leið að Borgartúni. Hvers vegna viltu láta gera það? Fólk sem vinnur í Borgartúni nýtir götuna sem styttingu á leið til að sleppa við langa röð sem myndast á beygjuljósum á Kringlumýrarbraut, og ekur á ógnarhraða í Sóltúni í staðinn. Það að engin gangbraut sé austan megin við Sóltún krefur fólk um að fara yfir götuna þegar gangbrautin endar við Sóltún 30, en vegna innkeyrslunnar og lélegrar lýsingar er mjög erfitt að athafna sig á svæðinu. *Aðlöguð hugmynd þar sem hluti hugmyndar flokkaðist sem öryggismál og fer áfram sem ábending til viðeigandi sviðs innan borgarinnar. Upphafleg hugmynd: https://betrireykjavik.is/post/32780.
það má alveg laga þessa innkeyrslu og skapa betra öryggi fyrir gangandi það er talsverð umferð þarna og t d fatlað fólk sem býr í nágreni í hjólastólum og svo er íþórttahús fataðra þarna skammt undan og eðlilegra að ekið sé inn á planið frá Borgartúni en ekki Sóltúni
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation