Leggja vatn í Sólgarða, borgarbúskap í Sóltúni

Leggja vatn í Sólgarða, borgarbúskap í Sóltúni

Hvað viltu láta gera? Leggja vatnslögn og setja krana í garðinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Sólgarðar eru samfélagsgarður sem er komið upp á vegum Reykjavíkurborgar undir verkefninu Torg í biðstöðu. Hugsunin er sú að íbúar geti ræktað grænmeti og passað upp á garðinn saman og notið afurðanna í sameiningu. Það hefur gengið mjög vel, viðbrögð við garðinum almennt mjög jákvæð og umgengni til fyrirmyndar. Það myndi hins vegar vera meira hvetjandi fyrir íbúa að nota garðinn ef aðgengi að vatni væri betra. Það er tankur á staðnum sem lekur og þarf reglulega að fylla á sem þýðir að það þarf að leggja út kostnað fyrir því og hafa umsjónarmann sem sér um að láta fylla á hann en það styður ekki við hugmyndafræðina að íbúar geti komið að garðinum og nýtt sér hann með auðveldum hætti. Facebook- síða Sólgarða: https://www.facebook.com/solgardarborgarbuskapurreykjavik/

Points

Tek undir að vatn og krani verði því þá hvetur það íbúa að koma við og rækta ef auðveldar er að nślgst vatn allar plöntur þúrfa jú vatn

Það væri frábært að fá krana í garðinn, það myndi auðvelda ræktunina.

Frábær leið til að auka sjálfbærni

Leið til aukinnar sjálfbærni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information