Gagnvirk upplýsingaskilti um náttúru og skipulag Laugardals.

Gagnvirk upplýsingaskilti um náttúru og skipulag Laugardals.

Hvað viltu láta gera? Setja upp gagnvirkt upplýsingaskilti um gróðurfar, lífríki og gönguleiðir við inngang að Laugardalnum, annað hvort austan eða vestanmegin. Byrja með eitt, það mætti svo setja upp skilti við fleiri innganga ef vel gengur með það fyrsta. Skiltin væru lík þeim skiltum sem finnast bæði við Tjörnina (í miðbænum) og sumar strendur höfuðborgarsvæðisins, sem sýna fuglalíf og annað lífríki sem finnst á því svæði. Ég vil bara gera aðeins betur og hafa skiltin gagnvirk eins og á söfnum, þar sem maður snertir punkt á korti og fær þar upplýsingar. Ef gagnvirkni er of dýr eða flókin framkvæmd þá er auðvitað einfalt mál að hafa QR kóða sem vísar í frekari upplýsingar um dýralíf, fuglahljóð, náttúrufar o.fl. Hér eru t.d. frábærar hugmyndir um svona skilti. Þau gætu líka litið út eins og listaverk, þetta þarf ekki alltaf að vera eins og allt sem hefur verið gert áður: http://www.naturetourismservices.com.au/interpretive-signs.html Hvers vegna viltu láta gera það? Fólk í borgum er farið að fjarlægjast náttúruna. Þó að við höfum þessa frábæru náttúru í næsta nágrenni eru margir sem þekkja ekki algengustu trjátegundir eða fuglategundir. Það eykur jákvæða upplifun af náttúrunni að geta þekkt fuglahljóð eða séð hvaða sveppir vaxa í dalnum og hvaða lífríki við deilum garðinum með. Við erum með grasagarð þar sem allt er merkt en það er margt fleira forvitnilegt að skoða í öllum Laugardalnum og jafnvel leynistígar sem fólk veit ekki um. Betri upplýsingar gætu aukið virðingu fólks á náttúrunni og hvers vegna það er mikilvægt að halda í þessi grænu svæði, sérstaklega fyrir framtíðina. Gott kort af svæðinu hjálpar fólki að kynnast svæðinu betur og hjálpar þeim sem koma í fyrsta sinn að rata um svæðið. Nú þurfum við líka að hugsa um ferðamenn sem labba í gegnum garðinn. Það væri gott fyrir þá að geta skoðað á korti algengustu göngustígana á skilti við einn innganginn, t.d. hjá þjóðarleikvanginum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information