Skíðabrekku í Grafarholtið

Skíðabrekku í Grafarholtið

Það vantar góða skíðabrekku í hverfið fyrir börnin til að renna í á veturnar. Flestar brekkur í hverfinu enda út á götu eða inn í görðum hjá fólki. Hvernig væri að skella upp einni brekku hérna, til dæmis hjá Leirdal eða þar í kring. Eflaust einhver hóll þar sem má sletta úr, hægt að taka tréin varlega upp og færa þau annað í hverfinu, til dæmis á leikskóla hverfisins. Brekkan þarf ekki að hafa lyftu, nægir að setja ljós og þá eru allir sáttir. Getum öll skellt okkur út að renna í vetur!

Points

Börn renna sér á sleða, þotu, skíðum og bretti langt fram eftir aldri. Hvernig væri að hafa smá stað fyrir þau hérna í hverfinu til þess. Getum hópast öll saman út í brekku og rennt okkur. Börnin örugg fyrir bílaumferð og trufla ekki annað fólk í hverfinu með því að bruna á sleða inn til þeirra. Skemmtileg fjölskyldustund á dimmum og köldum vetratíma :)

Í einu skipulagi var gert ráð fyrir skíðabrekku vestan megin við Jónsgeisla og austan Grænlandsleiðar, í gilinu þar.

Ég og sonur minn höfum verið að leita að góðri sleðabrekku í hverfinu og höfum helst endað niðrá golfvelli. Það væri gaman að sjá sleðabrekku í Leirdal sem er svipuð og "skeifan" á Miklatúni sem er alltaf full af krökkum í góðu vetrarveðri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information