Gera frístundakortið aðgengilegt fyrir börn undir 6 ára

Gera frístundakortið aðgengilegt fyrir börn undir 6 ára

Gera frístundakortið aðgengilegt fyrir börn undir 6 ára

Points

Nóg framboð er af námskeiðum fyrir börn undir 6 ára, í dans, fimleika, almennar íþróttir og fleira. Ekki eiga allir kost á að borga gjald þeirra og finnst mér sjálfsagt að frístundakortið verði gert aðgengilegt fyrir börn undir 6 ára. Aldrei of snemmt að byrja að hreyfa sig og frábært að öll börn fái tækifæri á að taka þátt í hreyfingu, bæði vegna heilsu og vegna félagsskaparins sem fylgir.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Roggu_Nagla/island---naestfeitast-i-heimi Bara henda þessu með inn. Offita er sívaxandi vandamál og með því að gera greiðari aðgang að hreyfingu fyrir börn undir 6 ára er hægt að vinna betur að því að forða börnum frá offitu.

Mér finnst það mjög þörf breyting að gera frístundakortið einnig fyrir börn yngri en 6 ára, td niður í 3 ára aldurinn, þau byrja mörg hver í íþróttaskólum 2 ára og svo taka ýmsir möguleikar við, td. fimleikar, dans, sund og aðrar íþróttir. Ég tel að það myndi breyta miklu að styðja við bakið á foreldrum með svo ung börn og yfirleitt eru þau fleiri en 1 á heimili svo það munar um minna. Því fyrr því betra, og að þau byrji svo ung verður þetta að daglegri rútínu og þau þekkja ekki annað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information