Ljósheimar á Klambratúni (vetrarævintýraland)

Ljósheimar á Klambratúni (vetrarævintýraland)

Hugmyndin er að setja upp mikð magn af ljósaseríum á Klambratúni við eða yfir göngustíga og líka mismunandi myndir byggðar upp með ljósaseríum. Með þessu yrði Klambratún einn af viðkomustöðum allra íbúa og ferðamanna á svæðinu á dimmasta tíma ársins (nov. des. jan.) Fólk mundi geta gengaið inn í þennan upplýsta ævintýraheim til að njóta fegurðarinnar Þetta þarf ekki að vera mjög dýr framkvæmd? Hægt er að byrja fyrsta árið í einu horni garðsins og bæta síðan við smátt og smátt að stækka svæðið

Points

Ég sé fyrir mér hversu skemmtileg upplifun það væri að geta farið á Klambratún og upplifað stórkostlegt ljósaævintýri í svartasta skammdeginu. Ef vel tækist til mundi þetta verða fastur viðkomustaður allra borgarbúa og ferðamanna. Hugsanlega mætti vinna þetta í samvinnu við Kjarvalsstaði? eða Myndlistaskólana?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information