Veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja.

Veita styrki til þróunar rafmagnsfarartækja.

Points

Einhverstaðar þarf þetta að byrja. Ég hef ekki séð ríkisstjórnina sýna minnsta áhuga á svona löguðu og það litla tæknilega sem ég hef séð gerast er aldrei hugsað útí enda. Betra að leggja styttri brú á milli vísindamanna og ráðamanna svo að samskipti týnist ekki í tætarann.

Tek undir með Sigurði Jónas Eggertssyni. Verkefni sem þetta ætti fremur að vera á forsjá ríkis en borgar. Ekki beint forgangsatriði í því að reka borg eða bæjarfélag.

Rafmagn gefur upp svo marga möguleika en sú þróun hefur verið stöðugt í baráttu við olíufélögin og áhugaleysið, jah, kom svosem ekkert á óvart. Samt sem áður, það þarf að breyta um stefnu áður en það verður um seinan. Það eru til framúrskarandi vísindamenn hér á landi sem hafa alveg getuna á að gera Ísland að frumkvöðli sjálfbærrar samgöngu og umferð. Það eina sem heldur Íslandi á floti eru fjárfestingar, tölur færðar hingað og þangað. Ef við höfðum þetta í höndunum þá getum við orðið fyrirmynd.

Finnst þetta vera verkefni fyirr ríkisstjórnina en ekki borgina.

Getur ekki verið í verkahring borgarinnar, nema hún viti ekki hvað hún eigi að gera við fjármuni sína.

Enda er ríkisstjórnin handónýt og nauðsynlegt að skipta henni út.

Nota eiginhagsmunasemi : Bílafloti borgarinnar er stór, ég sé ekkert að því að styrkjir verði veittir til að spara borginni mikil útgjöld. Og þannig er þrýst á ríkið að gera eitthvað líka, öllum til hagsbóta.

Borgin gæti svo sem gert eitthvað til að liðka til en þetta finnst mér vera meira fyrir ríkisstjórnina að sinna heldur en borgina.

Getur ekki verið í verkahring borgarinnar, nema hún viti ekki hvað hún eigi að gera við fjármuni sína.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information