Eldriborgarar borgi líka í sund

Eldriborgarar borgi líka í sund

Points

þetta er það vitlausasta sem ég hef heyrt

Fólk vill að allt sé ókeypis, fólk skilur ekki að það eru ekki til peningar til þess að bjóða upp á allt ókeypis. Auðvitað er það kjaraskerðing fyrir eldri borgara að þurfa að borga einhvað klink í sund en það er líka veruleg kjaraskerðing fyrir okkur hin að það þurfi að vera að hækka á okkur skatta og gjöld til að eldri borgarar geti farið frítt í sund.

Ef það sem stendur hér í stuðningsrökunum er satt, þá myndu eldri borgarar hætta að nota laugarnar og tilvistagrundvöllur þeirra myndi í raun hverfa nema til sundkennslu. Þá væri í raun rökrétt að loka öllum sundlaugunum fyrir almenningi (nema kannski laugardalslaug fyrir ferðamennina), þar sem þetta væru í raun skólasundlaugar. Reksturinn yrði þá færður yfir á menntasvið og hægt væri að hagræða með því að segja upp afgreiðslufólkinu. Þetta er dystópýa en er hún svo fjarri sannindunum?

Eldri borgarar eru fólkið sem gerði samfélagið að því sem það er í dag. Þessir einstaklingar hafa að öllum líkindum borgað skatt lengur en þú (lesandi góður) hefur verið til. Enn fremur eru allar líkur á að eldri borgarar verði af þessarri mikilvægu hreyfingu og sundlaugafélagsstarfsemi sem þarna á sér stað ef þeir fá ekki ókeypis ofan í, enda hafa þeir allajafna lægri tekjur en flestir þeir sem eru á vinnumarkaði.

Í nýútkominni lífskjararannsókn frá Hagstofunni kemur glöggt í ljós að einstæðir foreldrar eru verst staddi hópurinn. Sá aldurshópur sem er hvað verst staddur eru 30-39 ára en aldraðir eru áberandi best setti hópurinn. Skv. þessu væri hægt að ná fram meiri sanngirni með annarskonar afsláttarkerfi eða með því hreinlega að taka út afslætti þarna og skila þeim tekjum sem af þeim fengjust annarssstaðar inn í kerfið. Rannsóknina má nálgast hér: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=13102

Að skreppa í sund fyrir venjulegt fólk er orðin munaður. Hinsvegar fá eldriborgarar frítt í laugarnar. Eldriborgarar eru 90% af gestum sundstaðanna. Það er ekki annað en sangjarnt að rukka þetta fólk smávegis fyrir að fara oafní, T.d. 150kr. Smá gjald á þennan hóp myndi þýða mikla tekjuaukningu fyrir Sundstaðinna og ekki þyrfti að skera eins niður. Laugarnar opna kl 6:30 á morgnana fyrir eldriborgara, þeim er svo lokað kl 17 um helgar þegar fjölskydur sem borga fullt verð vilja fara í sund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information