Skipta út hálfdauðum trjám neðan Garðstaða

Skipta út hálfdauðum trjám neðan Garðstaða

Ef farið er göngustíg sem liggur niður að sjó vestan Garðstaða blasa við nokkrar háar en hálfdauðar aspir og eitt birki. Þessi tré eru búin að standa þarna í mörg ár en hafa frá upphafi verið illa farin og versna enn. Ég legg til að þessum trjám verði skipt út fyrir heilbrigð tré sem yrðu til prýði fyrir svæðið.

Points

Ég geng oft framhjá þessum trjám og þau stinga í augun í hvert skipti. Mér finnst löngu tímabært að fjarlægja þau og setja heilbrigð tré í staðin. Ég hefði gjarnan viljað setja inn mynd máli mínu til stuðnings, en sé ekki að gefinn sé möguleiki á því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information