Gera undanþágu frá einstefnu fyrir reiðhjól

Gera undanþágu frá einstefnu fyrir reiðhjól

Gera undanþágu frá einstefnu fyrir reiðhjól

Points

Sem hjólreiðamaður sem hjólar mikið í umferð, þá verð ég nú að viðurkenna að mér líður einhvernvegin alltaf betur að hjóla MEÐ umferð en á móti, því þar er hraðamunurinn svo miklu miklu minni. En ég hjóla einnig á móti umferð ef þess þarf og geri það hiklaust í hvaða götu sem er, hvort heldur sem er einstefnuskilti á henni eða ekki. Svo fremi sem það sé nóg pláss til að hjóla og ég setji hvorki sjálfan mig né aðra í hættu með því, þá tel ég að það sé í góðu lagi. Þar sem ég er einnig bílstjóri, þá tel ég að ég sé fullfær um að meta hvað hentar bæði mér á hjólinu, sem og öllum bílunum í kringum mig, og ég reyni að vera 'með' í umferðinni og hjálpa til eins og ég get. Ef það krefst þess að ég brjóti einhverjar reglur sem orka í raun tvímælis (ég má hjóla á veginum og ég má hjóla á stéttinni, þannig að ég má bæði hunsa umferðalög og þarf að fylgja þeim á sama tíma), þá geri ég það hiklaust frekar en að vera fyrir og teppa umferð á mínu hægfara tvíhjóla farartæki. Ég held að það sé í raun óþarfi að setja "Nema reiðhjól" skilti á öll einstefnuskilti. Bara láta Lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar ná utan um þetta og leyfa reiðhjólamönnum með bílpróf að hjóla á móti umferð, að því gefnu að það stefni hvorki gangandi vegfarendum, hjólreiðamönnum eða bílstjórum í hættu.

Takk :- )

Hmm, ekki vissi ég að til væri fólk sem hjólaði ekki gegn einstefnu.

Fólk er alltaf að hjóla gegn einstefnu. Það er hinsvegar ekki löglegt, þótt það ætti að vera það.

Um svar/ umsögn borgarinnar : Gott að sjá nefnt að reglur séu um hjólreiðar gegn einstefnu bíla, en hvers vegna er ekkert minnst á fræðilegri úttekt í einum af fremstu ritum sem metur stöðu vísindalegrar kannanir á umferðaröryggismálum ? Í svarinu frá borginni er í staðinn sagt "Engu að síður eru um málið skiptar skoðanir." Er ekki rétt að kalla þetta rökleysa á meðan ekkert er sagt um rökin og rökstuðninginn sem er á bak við þessar _skoðanir_ ? Mjög gott að málið vart sent til ráðuneytis, en ef svoleiðis rökleysa fylgir sem afstaða borgarinnar þá þá er það ófagmannlegt mundi ég segja.

Bresk systirsamtök Landssamtaka hjólreiðamanna segja að þetta sé gert viða í Evrópu (sjá hlekk). Í Brussel var komist að því að þetta bætti umferðaröryggi. Auk þess geta menn stytt sér leið og farið um rólegar götur. European Cyclists' Federation mælir með þessu í sínum Charter of Road Safety.

Götur eru einstefnu vegna þess að þær eru ekki nógu breiðar fyrir bíla til að mætast. Reiðhjól geta vel mæst en samt er ólöglegt fyrir þau að fara í báðar áttir. Með skilti "Nema reiðhjól" undir bannmerkinu er búið að gera tvístefnu hjóla löglega og sýna um leið að hjólreiðar eru velkomnar í Reykjavík. Á vefsíðunni má sjá svona skilti í Frakklandi: https://picasaweb.google.com/103070871140047710631/20070915#5110402734576796562

Langaði bara að benda á ýtarlega samantekt á rannsóknum og reynslu þjóða af því að leyfa hjólreiðar á móti einstefnum í norsku öryggishandbókinni (Trafikksikkerhetshåndboken), "Sykling mot envegskjøring". "De gjennomførte studier og erfaringer tyder på at tiltaket samlet sett ikke medfører trafikksikkerhetsmessige problemer, men at tiltaket snarere tvert imot forbedrer trafikksikkerheten. ..."

ef gatan er auð en svo fer maður upp á stétt ef bíll nálgast , ekki vill maður lenda í árekstri. en stundum á móti umferð á laugarvegi til hliðar við bílana .

Þessari hugmynd fylgir talsverð slysahætta. Flestir gangandi vegfarendur sem fara oft yfir sömu einstefnugötuna venja sig á að horfa á móti akstursstefnunni þegar þeir fara yfir götuna. Sama á við um bílstjóra við gatnamót sem horfa þá ekki eftir umferð á móti einstefnu og myndu þá keyra á reiðhjól komandi úr þeirri átt.

Að leyfa hjólreiðamönnum að aka á móti umferð á einstefnugötu, fjölgar slysum á þeim.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information