Bílastæðið við Leikskólann Bakkaberg-Bakka í Staðarhverfi er mjög lítið og þröngt. Stæðin eru fá og fá starfsmenn leikskólans ekki allir bílastæði við skólann. Því getur hver sem er ímyndað sér það öngþveitið sem myndast við leikskólann þegar bílar foreldra bætast við. Við þessar aðstæður myndast oft hætta fyrir bæði fólk og bíla. Mín ósk er sú að bílastæðið verði endurhannað og útkoman verði betra aðgengi fyrir alla.
Endurhanna bílastæði og bæta með því aðgengi fyrir alla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation