Halda Lúpínu í skefjum innan borgar.

Halda Lúpínu í skefjum innan borgar.

Vegna þess hve hratt jurtin hefur dreyft úr sér og lagt undir sig svæði þá óska ég eftir að spornað verði við. Svæði sem áður voru prýdd fjölbreyttum gróðri eru nú ill yfirferðar. Börn sækja ekki inní breiðurnar og hún herjar inní garða.

Points

Ef ekkert er að gert verður ástand enn verra. Svæði sem ég þekki til hafa orðið illa úti. Hún gerir sitt gagn en ofaní görðum og á útivistarsvæðum er henni ofaukið. Það er ekki hlaupið að því að ganga um Lúpínubreiður, það er í raun fráhrindandi. Opnu svæðin innan borgarinnar eru ekki svo víðfeðm að við meigum við því að missa þau.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information